Davíð Janis fæddist í Medan á eyjunni Súmötru í Indónesíu snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Hann lést 12. nóvember 2021 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Munir og Rajani. Davíð var elstur í hópi fimm systkina en hin heita Rukmini, Muniar, Murni og Syafruddin.

Fyrri eiginkona Davíðs var Dóra Pálsdóttir kennari, f. 29.6. 1947, d. 17.9. 2016, og saman áttu þau þrjá syni. 1) Páll Ásgeir lögfræðingur, f. 26.1. 1970, maki Þórdís Filipsdóttir þerapisti, f. 18.3. 1979, börn: Vigdís Grace Ólafsdóttir, f. 5.5. 2006, Elíndís Arnalds Pálsdóttir, f. 11.10. 2009, og Filip Janis Pálsson, f. 26.10. 2020. 2) Tryggvi Björn hagfræðingur, f. 15.12. 1973, maki Fabienne Soulé kennari, f. 24.3. 1974, börn: Elísa Björg, f. 13.11. 2001, Nína Rajani, f. 20.4. 2005, Matthías Skafti, f. 4.11. 2008. 3) Davíð Tómas matvælafræðingur, f. 8.6. 1979, maki Elísabet María Hafsteinsdóttir útgefandi, f. 26.11. 1980, sonur þeirra Hafsteinn Munir, f. 1.3. 2019.

...