Íslendingar geta ekki leyft sér að vanrækja orkumálin

Sú spurning vaknar við fréttir um að Landsvirkjun þurfi vegna skorts að takmarka afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja í janúar hvort við Íslendingar höfum málað okkur út í horn í orkumálum.

Í frétt í Morgunblaðinu í gær kemur fram að eftirspurn eftir orku hefur verið mun meiri en gert var ráð fyrir og eigi það við um allar greinar, hvort sem það er framleiðsla á áli og kísilmálmi eða starfemi gagnavera. Sgeir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, að viðskiptavinir Landsvirkjunar fullnýti nú almennt raforkusamninga sína og biðji um að fá meira. Þar við bætist að vatnsbúskapurinn á hálendinu hefur verið slakur.

Fyrir vikið þurfa þeir viðskiptavinir fyrirtækisins, sem samið hafa um kaup á skerðanlegri orku, að sæta skerðingum sé orkan ekki næg. Á þetta meðal annars við um fiskimjölsverksmiðjur, fiskþurrkanir og fjarvarmaveitur. Þá eru samningar við stórnotendur einnig með ákvæði um skerðingar.

...