Eftir Albert Þór Jónsson: „Þjóðarleikvangur í Kópavogsdal gæti orðið eitt mikilvægasta og fallegasta innviðaverkefni sem ráðist hefur verið í í langan tíma ef metnaður og framúrskarandi hönnun íslenskra arkitekta fær að njóta sín.“
Albert Þór Jónsson
Albert Þór Jónsson

Kópavogskirkja er fagurfræðilegt kennileiti í Kópavogi með sama hætti og Garnier-óperuhúsið í París er fagurfræðilegt meistaraverk og kennileiti Parísar. Kirkjan var reist fyrir um sextíu árum og vígð 16. desember 1963. Innviðafjárfestingar valda straumhvörfum og auka samkeppnishæfni og styðja við hagvöxt með meiri framleiðni og fjölgun atvinnutækifæra. Þess utan styðja þær við lífskjör og lífsgæði til framtíðar. Dæmi um framkvæmd sem upplagt væri að ráðast í sem allra fyrst er nýr þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnuna. Góðar hugmyndir hafa komið fram í því samhengi, þar á meðal hugmyndin um að slíkur leikvangur rísi í Kópavogsdal. Myndi völlurinn, sem hannaður yrði af fremstu arkitektum landsins, enn fremur taka mið af sjálfbærni, endurnýjanlegri orku og heitu vatni og vera kennileiti fyrir íslenska sérstöðu. Ekki er ólíklegt að kostnaður við framkvæmdina verði 12-15 ma. kr. Smærri þjóðir eins og Færeyingar og Lúxemborgarar eru með þjóðarleikvanga

...