Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: „„Það er auðvitað furðulegt að beita þvingunum til að forðast smit á sjúkdómi sem er svo til hættur að valda skaða og kallar ekki á önnur úrræði en aðrir sjúkdómar, þ.e. aðstoð lækna.“
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Ráðstafanir íslenskra stjórnvalda í tilefni af covid-veirunni hafa nú gengið úr öllu hófi. Langflestir Íslendingar hafa látið sprauta sig og langflestir með þremur sprautum. Yfirgnæfandi meirihluti manna er kominn í skjól á þann hátt að jafnvel þeim sem hafa smitast af veirunni stafar ekki hætta af henni. Meira en 95% þeirra fá engin eða bara smávægileg einkenni. Þeir sem eftir standa veikjast lítillega en nær enginn alvarlega. Morgunblaðið birti aðgengilegar upplýsingar um þetta 23. desember sl. (bls. 6).

Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru landsmenn, svo furðulegt sem það er, beittir frelsisskerðingum til að hindra að smit berist milli manna. Hafi einstakur maður verið í návist annars, sem ber veiruna með sér, er sá fyrrnefndi settur í sóttkví og bannað að umgangast annað fólk um tiltekinn tíma. Hann er mældur fyrir smiti í upphafi og við lok sóttkvíar, sem stendur í 5-14 sólarhringa. Það er því ekki skilyrði fyrir því að verða beittur ofbeldinu að

...