„Ég fékk lopann nánast með móðurmjólkinni, enda var mamma mín, Ragnheiður Guðmundsdóttir, mikil handverkskona. Sama er að segja um móðurömmu mína,“ segir Gréta Sörensen.
Gréta Prjónahönnuður, vefnaðar- og textílkennari, prjónar sér til ánægju.
Gréta Prjónahönnuður, vefnaðar- og textílkennari, prjónar sér til ánægju. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég man enn þá stóru stund þegar ég eignaðist mína fyrstu lopapeysu, það var fyrir 60 árum þegar ég var sex ára, eða árið 1962. Mamma prjónaði hana á mig og mér þótti sérstaklega vænt um peysuna af því ég hafði fylgst með henni prjóna hana,“ segir Gréta Sörensen prjónahönnuður og textíllistamaður, en hún sendi frá sér Lopapeysubókina fyrir síðustu jól. Þar kennir hún á einfaldan hátt hvernig á að prjóna lopapeysu og uppskriftir eru í bókinni fyrir börn frá 6 mánaða aldri upp í stærðir fyrir fullorðna. Bókin geymir líka ýmsan fróðleik.

„Hin hefðbundna íslenska lopapeysa er merkilegur menningararfur sem varð til í höndum alþýðu landsins og er í sífelldri mótun. Ég fékk lopann nánast með móðurmjólkinni, enda var mamma mín, Ragnheiður Guðmundsdóttir, mikil handverkskona. Sama er að segja um móðurömmu mína Áslaugu Jónsdóttur, sem fæddist við lok nítjándu aldar, árið 1881, en

...