Eftir Sigríði Huldu Jónsdóttur: „Eldri borgarar er hugtak sem þarf að endurskilgreina.“
Sigríður Hulda Jónsdóttir
Sigríður Hulda Jónsdóttir

Það er ekki spurning að sveitarfélagið okkar, Garðabær, á að vera í fararbroddi hvað varðar búsetuskilyrði, lífsgæði og líðan eldri íbúa. Það er því eitt af markmiðum mínum með framboði í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins að fá tækifæri til að vinna markvisst að öruggri og vandaðri þjónustu fyrir þann fjölbreytta hóp bæjarbúa sem kominn er á efri ár.

Tilgangur og þakklæti

Við eldumst öll og hljótum því að vilja að sveitarfélagið okkar sé spennandi búsetukostur fyrir þá sem lokið hafa störfum. Eldra fólkið sem hefur lagt sitt af mörkum og verðskuldar þakklæti, virðingu, aðbúnað og þjónustu við hæfi. Rannsóknir sýna líka að það er mikilvægt á öllum æviskeiðum að hafa tilgang í lífinu, félagsskap og tækifæri til heilsueflingar.

Eldri borgarar er hugtak sem þyrfti að endurskilgreina enda er nú víða talað um þriðja æviskeiðið, þegar fólk færir sig yfir á eftirlaun og

...