Eftir Hilmar Ingimundarson: „Ég tel mikilvægt að bæjaryfirvöld efni reglulega til samráðs og samtals við bæjarbúa um stefnuáherslur til framtíðar.“
Hilmar Ingimundarson
Hilmar Ingimundarson

Það er mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum þannig að þær ákvarðanir sem við tökum í dag leiði til þess að sú sýn geti orðið að veruleika. Þegar ég horfi fram til ársins 2050 og skoða hvaða framtíð við viljum skapa í Hafnarfirði er mikilvægt að máta plön við ólíkar og framsæknar sviðsmyndir út frá óvissum en mögulegum drifkröftum framtíðarinnar. Vert er að huga að stórum framkvæmdum og uppbyggingaráformum sem eru nú þegar á teikniborðinu og munu líklega hafa áhrif á okkur Hafnfirðinga. Ber þar m.a. hátt þróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og þau plön sem Kadeco hefur sett sett fram til ársins 2050, umræður um flutning innanlandsflugs til Keflavíkur og uppbyggingaráform Carbfix varðandi kolefnisförgun í Straumsvík, svo fáein dæmi séu nefnd.

Ég tel mikilvægt að bæjaryfirvöld efni reglulega til samráðs og samtals við bæjarbúa um stefnuáherslur til framtíðar, því þannig má skapa tækifæri fyrir bæjarbúa til þess að taka þátt í að

...