Mörgum andstæðingum þjóðkirkjunnar er illa við að henni sé búið þetta fjárhagslega öryggi. Hafa stjórnmálamenn engu að síður staðið vörð um það.

Nú í dymbilvikunni birtist lesandabréf hér í blaðinu þar sem sagði að það væri „hefð“ hjá fréttastofu ríkisútvarpsins að „birta reglulega „frétt“ um fækkun í kirkjunni“.

Venjulega birtist fréttin nálægt stórhátíðum, fermingum eða jólum. Þá sagði í bréfinu að nýlega hefði verið sagt í útvarpinu: „Enn fækkar í þjóðkirkjunni“. Taldi bréfritari að þar hefði verið vísað til 230 manna fækkunar frá nóvember. Þótti honum það ekki fréttnæmt. Fjöldi fólks hefði dáið síðan í nóvember, flestir aldraðir og væntanlega í kirkjunni. Þá hefði einnig verið sagt frá „einhverri fækkun“ meðal kaþólskra og spurði bréfritari hvort einhverjir Pólverjar hefðu ef til vill flutt til Póllands.

Bréfritari leit á þessar fréttir sem tilraun til að niðurlægja „íslenska kirkju“ og spurði hvort ekki væri um leið komið höggi á þjóðina.

Þarna er hreyft sjónarmiði sem á víða hljómgrunn. Viðhorfin kunna að vera kynslóðabundin. Mörgum sem kynntust því

...

Höfundur: Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is