Það hefur verið athyglisvert og átakanlegt að fylgjast með stjórnarliðum verja söluna á 22,5% hlut almennings í Íslandsbanka. Það sem í upphafi var lýst sem vel heppnuðu útboði hefur nú birst sem lokað útboð til sérvalinna á vildarkjörum. Það er brot á jafnræðisreglu laga um sölumeðferð ríkis í fjármálafyrirtækjum.

Ráðherrar komu nokkuð beygð fram eftir að upp komst um aðferðina. Sögðu að „velta yrði við hverjum steini“, að „útboðið hafi ekki staðið undir væntingum“ og „að hefja þyrfti rannsókn á því sem hefði misfarist“. Sjálfur gerandinn, fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson, fyrirskipaði ríkisendurskoðun að hefja rannsókn.

Frá því þessar athugasemdir féllu hafa stjórnarliðar snúið við blaðinu. Spyrja hvert sé vandamálið, hvort fjármálaráðherra sé bannað að selja pabba sínum hlut í bankanum, benda á að salan auki fjármuni í þjóðarbúinu og spyrja hvort stjórnarandstaðan vilji þá frekar sleppa því að styðja við öryrkja og

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir