Vinir Snorri og Zoia Skoropadenko í Los Angeles fyrir fimm árum.
Vinir Snorri og Zoia Skoropadenko í Los Angeles fyrir fimm árum.

Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson tekur nú þátt í sýningu myndlistarkonunnar Zoiu Skoropadenko á fljótabáti í París sem hófst í gær og lýkur á sunnudag. Nefnist sýningin nefnist Zoia's Ark, þ.e. Örkin hennar Zoiu og hefur listakonan safnað saman stórkostlegum listaverkum til að sýna í bátnum, að því er segir í tilkynningu. Báturinn er af þeirri gerð sem kölluð er péniche á frönsku og er tilgangurinn að bjarga hinni stórkostlegu list frá margvíslegri ógn.

Snorri segir Skoropadenko kraftmikla, úkraínska listakonu sem búsett sé í París og Mónakó og hafi staðið fyrir ýmsum myndlistarsýningum og -gjörningum í gegnum tíðina. „Ég kann að meta eldmóð hennar og kraft. Ég rakst á hana í Mexíkó og hún hafði svo samband við mig þegar hún var í Los Angeles fyrir nokkrum árum þegar ég dvaldist þar. Mér þótti bara spennandi að taka þátt í þessum verkefnum sem hún stendur fyrir, ekki síst núna þegar stríðið er í Úkraínu. Á þessari sýningu, Örkin

...