Hugmyndin um þrígreiningu ríkisvaldsins var ekki sprottin úr engu heldur á mati á bestu samfélagsgerð byggðu á reynslu. Hér er ekki ætlunin að fara yfir forsögu þeirrar stjórnskipunar heldur gerð tilraun til að útskýra mikilvægi hennar út frá nútímaaðstæðum. Sjálfstæðir dómstólar eru forsenda trausts réttarríkis, löggjafinn semur lögin sem dómarar innan dómstólanna dæma eftir án afskipta kjörinna fulltrúa eða annarra valdhafa. Niðurstaða dómstóla verður þannig að byggjast á innihaldi laga en ekki geðþótta stjórnmálanna sem sveiflast eftir persónum og leikendum.

Það hefur gustað nokkuð eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri um fimmtíu ára gömlu fordæmi sem skapaðist við dóm Roe gegn Wade árið 1973. Margir hafa stigið fram og lýst ýmist andúð sinni eða velþóknun á þeirri túlkun dómsins á stjórnarskrá Bandaríkjanna að í frelsi einstaklings, eins og fyrirskipað er í stjórnarskránni, felist ekki frelsi einstaklings yfir eigin líkama sé um að ræða

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir