Strandveiðisumarið hófst 1. maí og er þetta fjórtánda sumarið sem strandveiðar eru stundaðar. Sennilega hefur aldrei gengið jafn vel á strandveiðum, afli á hvern róður er talsvert meiri en fyrir ári síðan. Þá hefur verð á fiskmörkuðum verið strandveiðisjómönnum afar hagfellt á vertíðinni. Frá því strandveiðar hófust í vor hefur vegið meðalverð á kíló óslægðs afla verið rúmar fjögur hundruð kr. Það er rúmum fjórðungi hærra en á sama tíma í fyrra og tæpum 60% hærra en sumarið 2020.

Aldrei jafn mikil verðmæti á strandveiðum

Þannig hafa sennilega aldrei verið jafn mikil verðmæti fólgin í því að stunda þessar veiðar. Aldrei hefur verið ráðstafað hærra hlutfalli af leyfilegum heildarafla í þorski til strandveiða, á sama tíma og leyfilegur heildarafli hefur minnkað. Fyrirkomulagið hefur þróast þessi fjórtán ár, nú síðast árið 2019 þegar lögunum var breytt á Alþingi. En breytingarnar fólu m.a. í sér að ráðherra...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir