Eftir Hjört J. Guðmundsson: „Með inngöngu í Evrópusambandið yrði farið úr öskunni í eldinn.“
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Full ástæða er til þess að leggja vel við hlustir þegar ekki einungis fulltrúar atvinnulífsins kvarta sáran undan sífellt meira íþyngjandi regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það eitt og sér ætti að vera nægt tilefni til þess að staldra við og íhuga á hvaða leið við séum með aðildinni að samningnum. Sama á við um fulltrúa stjórnsýslunnar.

Fjallað var til að mynda um málið á Innherja á Vísir.is í lok síðasta árs þar sem rætt var við Unni Gunnarsdóttur, varaseðlabankastjóra Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Sagði hún meðal annars að regluverkið í kringum fjármálakerfið hér á landi væri líklega orðið flóknara en góðu hófi gegndi og vísaði í þeim efnum fyrst og fremst til þess regluverks sem borizt hefur til landsins í gegnum EES-samninginn.

Hliðstæð gagnrýni kom fram í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum á mbl.is á dögunum. Hún

...