Í dag fáum við að líta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar sjáum við svart á hvítu hvaða samfélag þeir þrír flokkar sem mynda ríkisstjórn Íslands, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, vilja byggja. Um helgina fengum við nasasjón af raunverulegri sýn ríkisstjórnarinnar því það er einmitt í fjárlagafrumvarpi sem pólitísk stefna flokkanna þriggja raungerist. Ráðherrar hafa komið fram undanfarna daga og sagst ætla að fresta verkefnum, hafa skatta óbreytta en hækka krónutölu gjalda á almenning. Heildarplaggið er enn á huldu en þetta segir okkur samt ákveðna sögu. Ríkisstjórnin ætlar sér ekki að sækja tekjur í ríkissjóð til hinna efnameiri heldur til almennings óháð efnahag. Skattar verða óbreyttir en krónutöluhækkun er boðuð á gjöldin og þar með birtist sá vilji flokkanna þriggja að sá sem er með 400 þúsund krónur á mánuði borgi jafn mikið til samneyslunnar og sá sem hefur 4 milljónir. Flokkarnir ætla, ef marka má orð...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir