Hörður Lárusson fæddist 23. febrúar 1935 á Veðramóti á Blönduósi. Hann lést eftir stutt veikindi á Landspítalanum 20. september 2022.

Foreldrar hans voru Anna Guðrún Björnsdóttir, f. 1901, og Lárus Þórarinn Jóhannsson, f. 1885, bæði fædd og uppalin í Húnavatnssýslu. Hörður átti eina hálfsystur, Jóhönnu Helgu Lárusdóttur, f. 1908, d. 1980.

Eiginkona Harðar var Ingunn Tryggvadóttir frá Laugabóli í Reykjadal, f. 9. desember 1933, d. 4. nóvember 2009.

Börn Harðar og Ingunnar eru: 1) Unnur hjúkrunarfræðingur, f. 1956, gift Jóni Eiríkssyni. 2) Lárus verkfræðingur, f. 1958, kvæntur Tinu Harðarson. 3) Tryggvi verkfræðingur, f. 1959, kvæntur Elínu Hörpu Jónsdóttur. 4) Anna Guðrún kennari, f. 1964, gift Hallgrími Guðmundssyni. 5) Hafdís kennari, f. 1967, gift Jóhanni Jónssyni. Barnabörnin eru orðin 16 en langafabörnin 22.

Hörður og Inga bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst í Efstasundi 63. Hörður

...