Þorvaldur Búason fæddist í Hveragerði 11. mars 1937. Hann lést 6. október 2022.

Foreldrar hans voru Búi Þorvaldsson, f. 1902, d. 1983, mjólkurfræðingur, sonur séra Þorvaldar Jakobssonar prests og kennara og Magdalenu Jónasdóttur konu hans; og Jóna Erlendsdóttir, f. 1903, d. 1993, húsmóðir, dóttir Erlendar Kristjánssonar útvegsbónda á Hvallátrum og Steinunnar Ólafsdóttur Thorlacius konu hans. Þorvaldur átti fjögur systkini: Kristján, f. 1932, Magdalenu Jórunni, f. 1934, d. 2007, tvíburabróðurinn Erlend, d. 2016, og Þórð Ólaf, f. 1944.

Þorvaldur var kvæntur Kristínu Norðfjörð, f. 1942, lögfræðingi. Synir þeirra eru: Agnar Búi málarameistari, f. 1965; Sverrir Örn stærðfræðingur, f. 1969, maki Hrund Einarsdóttir byggingarverkfræðingur, f. 1970, börn þeirra eru Vífill fjármálastærðfræðingur, f. 1995, og Svala, doktorsnemi í stærðfræði, f. 2000; og Þorvaldur Arnar stærðfræðingur, f. 1978, maki Guðrún Lilja Briem Óladóttir

...