Diljá Mist Einarsdóttir: „Undanfarin ár hefur verið sótt að kristinni trú og kristnu fólki um allan heim, m.a. fyrir tilstilli borgaryfirvalda.“
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Aðventan, þessi uppáhaldstími margra Íslendinga, er gengin í garð. Biðin eftir jólunum. Jólin eiga sér ævaforna sögu hér á slóðum, tengda vetrarsólstöðum. Síðar féllu jólin að fæðingarhátíð Jesú Krists. Jólin eru rótgróin í íslenska menningu og við eigum erfitt með að greina ræturnar hvora frá annarri, menninguna og trúna. Við syngjum jólalög. Sum þeirra fjalla um Jesúbarnið en önnur um hvort við erum of blönk til að gefa ástinni okkar jólagjöf. Við bökum smákökur, sendum jólakort og hugsum sérstaklega vel um okkar nánustu. Við minnumst látinna ástvina, heimsækjum leiði þeirra og kveikjum á ljósum. Sum okkar fara jafnvel í kirkju.

Og í kirkjunni hlustum við á boðskap trúarinnar sem við játum. Grunngildin okkar, sem eru kærleikur, fyrirgefning, miskunnsemi og mannvirðing. Að bjóða þeim hina kinnina sem gefur þér kinnhest – að fara með þeim tvær mílur sem neyðir þig með sér eina. Að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Ef þú átt mikið þá skalt þú nota

...