Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Samtök hestafólks í Evrópu finna fyrir umræðu og gagnrýni á notkun hesta til útreiða og annarrar hagnýtingar í þágu mannsins. Þótt umræðan snerti ekki beinlínis íslenska hestinn getur umræðan haft áhrif á notkun hans í keppni og til útreiða. Ef sett verða takmörk fyrir ákveðinni þyngd knapa sem hlutfall af þyngd hestsins gætu knapar og hestafólk sem er yfir 70-80 kíló að þyngd verið útilokað frá því að sitja hesta. Tekið skal fram að umræðan er ekki komin þangað.

Alþjóðasamtök um íslenska hestinn, FEIF, hafa verið að nesta sig til umræðu um þessi mál, í samvinnu við samtök eigenda annarra hestakynja, og hefur Gundula Sharman, æskulýðsleiðtogi samtakanna, forystu í málinu fyrir FEIF. Hún er kennari við Háskólann í Aberdeen og rekur með manni sínum, Jeremy, bú með lífræna framleiðslu

...