Með því að reyna að gera allt samtímis tökum við þá áhættu að mjög litlu verði áorkað, nákvæmlega eins og gerst hefur síðastliðin sjö ár.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Jordan B. Peterson

Venju samkvæmt lítum við yfir farinn veg um hátíðirnar um leið og við veltum fyrir okkur þeim góðverkum sem við ætlum okkur að vinna þá tólf mánuði sem fram undan liggja. Þegar við strengjum heit reynum við að átta okkur á því hvernig okkur sé unnt að gera betur í eigin lífi. Þá er kannski upplagt að íhuga hvernig við gætum bætt okkur í víðara samhengi.

Árið 2015 gerðu leiðtogar heimsins tilraun til að takast á við höfuðvandamál mannkynsins með því að setja sér markmiðin um sjálfbæra þróun - 169 skotmörk sem hæfð skyldu verða þegar árið 2030 rynni upp. Sá listi innihélt öll hugsanleg aðdáunarverð markmið: útrýmingu fátæktar og sjúkdóma, stöðvun styrjalda og loftslagsbreytinga, verndun líffræðilegrar fjölbreytni og bætta menntun.

...

Höfundur: Bjørn Lomborg Jordan B. Peterson