Glæra úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands leit nýlega dagsins ljós. Þar mátti sjá tveimur helstu illmennum sögunnar og fjöldamorðingjum, Adolf Hitler og Benito Mussolini, raðað upp við hlið Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi…
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Glæra úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands leit nýlega dagsins ljós. Þar mátti sjá tveimur helstu illmennum sögunnar og fjöldamorðingjum, Adolf Hitler og Benito Mussolini, raðað upp við hlið Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra og þeir sagðir aðhyllast sömu stjórnmálastefnu. Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar.

Það voru hins vegar aðeins tveir sem töldu ekki ástæðu til að fordæma þessa glæru þegar hún kom fram á sjónarsviðið. Það var annars vegar skólameistari Verslunarskólans, sem faldi sig á bak við meint samhengi glærunnar, sem hefði réttlætt framsetninguna. Enginn fjölmiðill spurði þó hvert þetta samhengi væri og það er enn á huldu. Samhengið er hins vegar mjög skýrt og birtist einfaldlega á

...

Höfundur: Bergþór Ólason