Magnús Þór Ásmundsson: „Fyrir Íslendinga eru orkuskipti í samgöngum líkleg leið til að stuðla að enn frekari velmegun í landinu en það hefur jafnframt í för með sér ákveðnar áskoranir.“
Magnús Þór Ásmundsson
Magnús Þór Ásmundsson

Umræðan um þriðju orkuskiptin fer vaxandi á Íslandi með aukinni sölu á rafbílum og eins vegna orkukreppu í Evrópu, sem stafar af innrás Rússlands í Úkraínu. Ísland hefur áður farið tvisvar í gegnum orkuskipti þegar framleiðsla á raforku með vatnsafli hófst og svo þegar olíu og kolum til húshitunar var skipt út fyrir hitaveitu en sú framkvæmd er talin ein sú hagfelldasta sem íslenskt þjóðfélag hefur notið.

Íslendingar hafa fram að þessu búið við næga hreina raforku en kostir hennar eru margir fyrir samfélagið í heild t.d. vegna umhverfisverndar, lýðheilsu, efnahagslegs ávinnings og orkuöryggis.

Einn helsti ávinningur hreinnar orku fyrir umhverfið er að hún dregur úr loft- og vatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda, sem eru taldar stuðla að loftlagsbreytingum.

Bætt lýðheilsa er einnig á meðal jákvæðra afleiðinga af orkuskiptum. Notkun hreinnar orku getur nefnilega hjálpað til við að bæta lýðheilsu með því að draga

...