Hildur Þórðardótttir: „Sá sem vill koma vafasamri sögu á kreik þarf ekki að gera annað en að koma henni að hjá einhverri þessara virðulegu fréttaveitna, Reuters, AP og AFP.“
Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir

Í aðdraganda lengri dvalar í Mið-Austurlöndum haustið 2016 hafði ég samband við nokkra fréttamiðla hér á landi til að kanna hvort þá vantaði ekki tengil á svæðinu sem gæti sent þeim fréttir. Þeir afþökkuðu allir. Íslenskir miðlar fá nefnilega allar erlendar fréttir sínar frá fréttaveitunum AP og Reuters og þurfa ekki fólk í útlöndum.

Eftirfarandi er útdráttur úr skýrslu Swiss Policy Research frá 2016 – „the Propaganda Multiplier“, sem á íslensku gæti útlagst áróðursdreifarinn.

Sá sem vill koma vafasamri sögu á kreik þarf ekki að gera annað en að koma henni að hjá einhverri þessara virðulegu fréttaveitna [Reuters, AP, AFP], þá fylgja hinar í kjölfarið og síðan allur hinn vestræni heimur. Virðingin sem þessar veitur njóta er slík að þær eru hafnar yfir allar efasemdir.

Þeir sem nýta sér þetta óspart eru hernaðar- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Tom Curley, fyrrverandi forstjóri fréttaveitunnar AP, sagði að

...