Björn Leví Óskarsson

blo@mbl.is

Vandséð er hvort Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar og markmið um kolefnishlutleysi. Seinleg stjórnsýsla, skortur á regluverki og hömlur á erlendri fjárfestingu eru allt hindranir sem ryðja þarf úr vegi svo markmiðin standist. Orkumálin voru á dagskrá Viðskiptaþings sem fór fram á Nordica í gærdag, þar sem farið var yfir helstu áskoranir og mögulegar lausnir í orkumálum.

Lögfest loftslagsmarkmið Íslands er að árið 2030 hafi útblástur gróðurhúsalofttegunda dregist saman um 55%, og að árið 2040 verði landið orðið kolefnishlutlaust. Tvöfalda þarf raforkuframleiðslu til að standa undir skuldbindingum. Umtalsverðar hindranir standa þó í veginum. Jafnframt er mikilvægt að draga úr hömlum á erlenda fjárfestingu í orkuframleiðslu. Hömlurnar eru þær þriðju mestu meðal OECD-ríkja.

...