Hin mörgu og fögru orð um loftslagsaðgerðir Íslands hafa reynst innihaldslítil og hvorki stjórnvöld né atvinnulífið hafa axlað ábyrgð.
Tryggvi Felixson
Tryggvi Felixson

Tryggvi Felixson

Sjötta og nýjasta skýrsla milliríkjaráðs Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) kom út nýlega. Fyrsta skýrslan kom út 1990 og var lögð til grundvallar þegar þjóðir heims náðu samkomulagi um rammasamning um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Með hverri skýrslu sem hefur komið út síðan verður ljósara að loftslagsbreytingar af mannvöldum eru raunverulegar og eru ógn við velferð manna og lífríki jarðarinnar. Mestur er skaðinn fyrir viðkvæm samfélög sem bera minnsta ábyrgð á uppruna vandans. Þeir ríkustu menga mest og valda því mestu tjóni: Þeir ríku bera mesta ábyrgð en axla hana ekki.

Skammtímahagsmunir ráða enn för

Meðalhækkun á hitastigi jarðar hefur færst mjög nálægt 1,5 gráða mörkum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Hækkun um 1,5 gráður kemur engan veginn í veg fyrir alvarleg áhrif á samfélögin

...