Sænski stórmeistarinn Nils Grandelius er sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins en hann var sá eini af efstu mönnum sem vann skák sína í lokaumferðinni. Hann er öflugasti skákmaður Svía í dag og hefur teflt ellefu sinnum á Reykjavíkurskákmótunum, oftar en nokkur annar erlendur skákmaður
Verðlaun Mikil gleði var í Ráðhúsinu þegar verðlaun voru afhent. F.v.: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, varaforseti SÍ, Yilmaz frá Tyrklandi, Grandelius, og Gupta frá Indlandi.
Verðlaun Mikil gleði var í Ráðhúsinu þegar verðlaun voru afhent. F.v.: Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, varaforseti SÍ, Yilmaz frá Tyrklandi, Grandelius, og Gupta frá Indlandi. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Sænski stórmeistarinn Nils Grandelius er sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins en hann var sá eini af efstu mönnum sem vann skák sína í lokaumferðinni. Hann er öflugasti skákmaður Svía í dag og hefur teflt ellefu sinnum á Reykjavíkurskákmótunum, oftar en nokkur annar erlendur skákmaður. Nils vann þrjár lykilskákir með góðri taflmennsku á lokasprettinum og hlaut 7½ vinning af 9 mögulegum og er vel að sigrinum kominn. Í 2.-7. sæti komu Tyrkinn Yilmaz, Indverjinn Gupta, Frakkinn Lagarde, Ungverjinn Banusz og Króatinn Livaic, allir með 7 vinninga. Keppendur voru 401 talsins sem er þátttökumet. Salarkynni Hörpunnar rúmuðu vel þennan mikla fjölda.

Fyrir síðustu umferð voru fimm

...