Árni Johnsen, blaðamaður og fv. alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum, 79 ára að aldri.

Árni fæddist í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar hans voru Poul C. Kanélas frá Detroit í Bandaríkjunum og Ingibjörg Á. Johnsen kaupkona. Hún giftist síðar Bjarnhéðni Elíassyni, skipstjóra og útgerðarmanni í Vestmannaeyjum.

Árni ólst upp í Eyjum og gekk þar hefðbundna skólagöngu. Hann var kennari í Eyjum 1964 til 1965 og í Reykjavík veturinn 1966-1967 eftir að hafa tekið próf frá Kennaraháskóla Íslands 1966.

Árni var starfsmaður Surtseyjarfélagsins með aðsetur í Surtsey sumar og haust 1966 og 1967. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu um langt árabil, eða frá 1967 til 1991. Þá vann hann að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og Sjónvarpið.

Árni var

...