Körfuboltakörfur við Seljaskóla voru fjarlægðar sl. laugardag, þann 17. júní, að frumkvæði Reykjavíkurborgar, vegna kvartana íbúa í grennd við skólann yfir hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í…
Tómstundir Körfuboltakörfur við Seljaskóla voru teknar niður.
Tómstundir Körfuboltakörfur við Seljaskóla voru teknar niður.

Körfuboltakörfur við Seljaskóla voru fjarlægðar sl. laugardag, þann 17. júní, að frumkvæði Reykjavíkurborgar, vegna kvartana íbúa í grennd við skólann yfir hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að borgarráð hafi tekið ákvörðun um að fjarlægja körfuboltakörfurnar yfir sumarið fyrir um tveimur árum, það er á síðasta kjörtímabili. Sjálfur hafi hann ekki vitað af málinu fyrr en nú. Þá kannast hvorki formaður skóla- og frístundasviðs né sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar við það að hafa fengið málið á sitt borð.

„Ég myndi helst vilja að þessar körfur færu upp sem fyrst,“ segir Einar Þorsteinsson og bætir við að hægt ætti að vera að leysa málið í góðri samvinnu við bæði íbúana og krakka í hverfinu. Hann hafi þó skilning á því að hávaðinn valdi óþægindum. „Menn eru sumir að keyra

...