Höldum áfram að nota fjármuni til að vinna að heimsmarkmiðunum, því að þau bjarga mannslífum og hjálpa fólki að brjótast út úr sárri fátækt.
Bill Gates
Bill Gates

Bill Gates og Bjørn Lomborg

Heimsmarkmiðin eru stórkostleg hugmynd. Markmiðin urðu til þegar Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir: „Hér eru stærstu vandamál heimsins og svona ætlum við að mæla árangur við að leysa þau.“ Markmiðin 17 fela í sér loforð um að binda enda á sárafátækt og hungur, koma í veg fyrir loftslagsbreytingar, bæta menntun og draga úr ójöfnuði og spillingu.

Í ár er tíminn hálfnaður á milli upphafs markmiðanna sem sett voru árið 2016 og 2030, þegar þeim á að vera náð. Þótt markmiðin hafi gert mikið gagn er heimsbyggðinni að mistakast ætlunarverkið í næstum öllum markmiðunum. Þetta er tilvalinn tími til að meta heimsmarkmiðin (einnig þekkt sem sjálfbæru þróunarmarkmiðin), komast að því hvað er að virka, viðurkenna það sem er ekki að takast og skerpa á nálgun okkar svo við getum gert sem mest gagn fyrir það fólk sem mest þarf á

...