Þróun og notkun gervigreindar í skapandi greinum vekur ýmsar lögfræðilegar spurningar að sögn Harðar Helga Helgasonar lögmanns, sem segir í samtali við Morgunblaðið í dag að áhrif gervigreindar á skapandi stéttir séu varhugaverð.

Hörður Helgi segir jafnframt að hvað viðkemur flóknum tæknisviðum líði oftast nær langur tími áður en löggjöf eða dómaframkvæmd haldi í við þróunina og líklegt sé að svo verði einnig í tilfelli gervigreindar. » 9