Við þurfum að vera meira vakandi fyrir andlegum erfiðleikum og reyna að muna að lífið reynist fólki erfitt, stundum óendanlega erfitt.“
„Þetta er ekki ævisaga heldur tilraun til að fjalla á persónulegan hátt um þemu sem ég held að margir kannist við.“
„Þetta er ekki ævisaga heldur tilraun til að fjalla á persónulegan hátt um þemu sem ég held að margir kannist við.“ — Morgunblaðið/Eggert

Bréf úr sjálfskipaðri útlegð er titill á nýrri bók eftir Gunnlaug Magnússon dósent við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Hann hefur verið búsettur erlendis í um tvo áratugi og hefur sent frá sér bækur um menntamál á ensku og sænsku og skrifað fjölda vísindagreina og blaðagreina. Bréf úr sjálfskipaðri útlegð er fyrsta bók hans á íslensku.

Bókin er safn afar persónulegra esseyja og ljóða og segja má að þar sé fjallað um lífið í ýmsum myndum. Í fyrstu ritgerð bókarinnar er vitnað í ljóð eftir sænska ljóðskáldið Stig Johansson:

Allir þessir dagar sem komu og fóru ekki vissi ég að þeir væru lífið.

Spurður um tilurð bókarinnar segir Gunnlaugur: „Í miðju covid skellti ég mér í áfanga í esseyjuskrifum og notaði það sem ákveðinn byrjunarreit. Þarna kynntist

...