Halldór Halldórsson fæddist 19. nóvember 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. október 2023.

Foreldrar hans voru Helga Ingólfsdóttir, f. 1928, d. 1991, og Halldór Guðmundsson, f. 1928, d. 2004. Systur Halldórs eru Inga Þórunn Halldórsdóttir, f. 1947, Anna Snæbjörnsdóttir, f. 1956, og Þórkatla Snæbjörnsdóttir, f. 1958.

Halldór ólst upp á Akureyri hjá afa sínum og ömmu, Ingólfi Erlendssyni skósmið og Önnu Valgerði Jónsdóttur húsmóður, ásamt móðursystrunum Ásbjörgu og Erlu. Þar var einnig Inga systir hans fyrstu árin. Ingólfur lést árið 1964 og þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Hinn 29. janúar 1982 kvæntist Halldór Ragnheiði Héðinsdóttur matvælafræðingi, f. 1956. Synir þeirra eru: 1) Skarphéðinn sameindalíffræðingur, f. 1975, maki: Hrönn Ólafsdóttir læknir, f.

...