Mikil aukning hefur verið í öndunarfærasýkingum undanfarið, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Við verðum vör við töluverða aðsókn í ráðgjöf hjá okkur,“ segir hún. Greinilegt sé að covid-19 sé nokkuð útbreitt í samfélaginu ásamt öðrum pestum.

„Nú er covid bara eins og hver önnur flensa en eins og með aðrar flensur þá viljum við biðja fólk að halda sér til hlés á meðan einkenni eru mikil og gæta að sóttvörnum.“

Frá 18. október hafa bólusetningar gegn covid og inflúensu verið í boði fyrir fólk 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, en Ragnheiður segir mætinguna hafa verið í meðallagi.

Í næstu viku mun almenningur

...