Grein vegna gagnaleka frá WPATH sem verður gerður opinber í næstu viku.
Eldur Ísidór
Eldur Ísidór

Eldur Ísidór

Fjölmiðlar og almenningur geta með réttu velt því fyrir sér hvers vegna lítil og nýorðin tveggja ára grasrótarsamtök samkynhneigðra á litla Íslandi séu þátttakandi í stóru alþjóðlegu verkefni uppljóstrana eins og á borð við það sem verður kynnt núna á miðvikudaginn, 6. mars næstkomandi.

Síðan Samtökin 22, Hagsmunasamtök samkynhneigðra, voru stofnuð höfum við barist gegn transferli barna, kynþroskabælandi meðferðum, kynstaðfestandi meðferðum, skurðlækningum og hverskyns kynjakukli því allt telst þetta til ógagnreyndra meðferða, sem nota bene urðu ólöglegar núna um áramótin, sé hægt að sanna það fyrir dómstólum að hótunum, nauðung eða blekkingum hafi verið beitt. Langstærsti meirihluti þeirra barna sem tjá einhvers konar kynama í æsku læknast af honum við kynþroska og vaxa úr grasi sem samkynhneigðir einstaklingar – oft

...