Loftleiðir Þotur frá Loftleiðum fljúga yfir Vesturbæinn í Reykjavík.
Loftleiðir Þotur frá Loftleiðum fljúga yfir Vesturbæinn í Reykjavík. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Á sunnudaginn verða 80 ár frá stofnun flugfélagsins Loftleiða, 10. mars 1944. Af því tilefni verður sýning á vegum Flugsafns Íslands og Sögufélags Loftleiða á Berjaya Reykjavík Natura Hotel, áður Hótel Loftleiðum. Opnunarathöfn afmælisins fyrir boðsgesti hefst í dag klukkan 17.

„Þessi sýning er sett upp í tilefni 80 ára afmæli Loftleiða, þessa merka félags þar sem við njótum enn frumkvöðlastarfsins með Icelandair í dag,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, við Morgunblaðið. Haukur Alfreðsson hjá Sögufélagi Loftleiða segir megináherslu sýningarinnar vera leiðakerfi Loftleiða sem Icelandair byggi enn á að grunni til í millilanda- og innanlandsflugi.

Á sýningunni verða safngripir að norðan frá Flugsafni Íslands, gripir úr einkasafni Eiríks Líndals og flugvélalíkön gerð af Herði Aðalsteinssyni. Einnig

...