Stóra samfélagsverkefnið gengur út á að mæta þörfum og skapa rými fyrir eldra fólk innan heilbrigðisþjónustunnar.
Pálmi V. Jónsson
Pálmi V. Jónsson

Pálmi V. Jónsson

Lengi hefur verið ólga í umræðunni um heilbrigðismál fullorðinna. Hugsanlegar lausnir eru fábrotnar og taka ekki mið af grundvallarbreytingum sem orðið hafa á viðfangsefninu.

Stóra samfélagsverkefnið

Ef útfærsla þjónustunnar er óbreytt verður niðurstaðan ævinlega hin sama. Sá raunveruleiki speglast í efnislega samhljóða fréttum um árabil. Það er óraunsætt að leysa flókin mál með einföldum lausnum, hvað þá að mál leysist af sjálfu sér. Við þurfum byltingarkennda heildstæða nálgun á verkefni heilbrigðisþjónustu fullorðinna. Þá nálgun mætti kalla fjórða þróunarstig íslenskrar heilbrigðisþjónustu eða Stóra samfélagsverkefnið.

Segjum að fyrsta þróunarstig íslenskrar heilbrigðisþjónustu hafi hafist 1760, þegar fyrsti landlæknirinn,

...