— Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Baldur Þórhallsson prófessor var aðalgestur á afar vel sóttum forsetafundi Morgunblaðsins á Hótel Selfossi í gærkvöldi, þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna og úr sal. Hátt í tvö hundruð manns sóttu fundinn, margir langt að, enda Baldur á heimavelli sem Sunnlendingur.

Hann lagði nokkuð upp úr því hvernig hann hefði mótast af sveitastörfum sem unglingur, áttað sig á ábyrgðinni gagnvart landinu og því sem honum væri treyst fyrir. Það hefði átt við fræðastörf hans og stjórnmálaþátttöku og gilti einnig um það embætti sem hann sæktist nú eftir.

Hann dró einnig fram hvernig hann hefði þurft að standa á sínu sem ungur hommi og í raun þurft að eiga í mannréttindabaráttu fyrir sig og sína um árabil. Það hefði hann einnig með í farteskinu og taldi það alls ekki myndu há sér í forsetaembætti; þvert á móti myndi hann gera sér far um að

...