Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Rústir iðnaðarhúsnæðis sem brann við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári standa enn með tilheyrandi sjónmengun og hættu fyrir bæjarbúa. Eldsupptök eru óljós en Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, segir rannsókn lögreglu hafa leitt í ljós að eldurinn hafi ekki orðið af mannavöldum og að ekki sé uppi grunur um neitt saknæmt.

Óskuðu eftir fresti

Byggingarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar gaf eigendum húsnæðisins frest til 15. apríl sl. til að hreinsa lóðina en samkvæmt reglugerð skal gera ráð fyrir kostnaði við hreinsun húseignar og brunarústa í lögboðinni brunatryggingu. Var eigendum húsnæðisins gert ljóst að eftir 15. apríl myndi bærinn hefja hreinsun lóðarinnar á kostnað eigenda.

...