Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir

„Tilefnið er ábendingar frá KPMG og stjórnin taldi þörf á að fá álit lögfræðings á því sem þar kemur fram til þess að ákveða næstu skref. Þetta eru mjög alvarlegar ábendingar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Hún var spurð um ástæður þess að stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum 22. apríl sl. að fá lögfræðiálit á niðurstöðum endurskoðunarfyrirtækisins KPMG sem gerði úttekt á tilteknum bókhaldsfærslum félagsins í kjölfar þess að fyrrverandi framkvæmdastjóra var sagt upp störfum. „Það er eðlilegt að við fáum álit lögfræðings á því sem þar kemur fram,“ segir hún.

Um hvort grunur leiki á að lögbrot hafi verið framið segist hún munu bíða eftir því hvað lögfræðiálitið leiði í ljós. Félagið hafi leitað til lögfræðistofunnar LOGOS og óskað eftir áliti þaðan og þess sé vænst

...