Knútur Sölvi Hafsteinsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Knútur Sölvi Hafsteinsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.

Knútur Sölvi Hafsteinsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.

Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu afa okkar Árna Böðvarssonar orðabókarritstjóra og langar okkur því að minnast hans með örfáum orðum.

Árni var alinn upp á svörtum söndum á Rangárvöllum í nágrenni Heklu. Hann fæddist 15. maí 1924 á Giljum í Hvolhreppi en flutti sex ára gamall að Bolholti á Rangárvöllum. Hann var elstur fimm barna Böðvars Böðvarssonar og Gróu Bjarnadóttur. Það er erfitt að ímynda sér þá miklu fátækt sem ríkti á þessum tíma í sveitinni. Skepnur féllu úr hor vegna landeyðingar og fátt til bjargar. En þráin til mennta var sterk. Og þrátt fyrir fátækt fjölskyldunnar tókst Árna að brjótast til mennta með hjálp góðra manna í sveitinni, vina og ættingja sem höfðu trú á honum og vildu að hann kæmist í skóla. Þar

...