Þögninni fylgir ábyrgð, líkt og eldri Sjálfstæðismaður áminnti mig um þegar hann stoppaði mig úti á götu: „Ég ætlast til þess að þú takir til máls.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Fyrir nokkrum vikum átti ég mjög skemmtilegan fund með samherjum mínum í Reykjanesbæ. Þeir höfðu í besta falli lítinn skilning á ástæðum þess að ég hef allt frá þingbyrjun í haust haldið mér mjög til hlés í opinberri umræðu, jafnt á þingi og í fjölmiðlum, fyrir utan vikuleg skrif í Morgunblaðið. Með sama hætti áttu þeir erfitt með að skilja af hverju við þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðum ekki verið duglegri en raun ber vitni að koma stefnumálum okkar á dagskrá – gera tilraun til að hrinda þeim í framkvæmd.

Sjálfstæðisfólk í Reykjanesbæ er ekki eitt um þessa skoðun. Þeim fjölgar efasemdaröddunum innan Sjálfstæðisflokksins um ágæti þess að halda samstarfi þriggja ólíkra stjórnmálaflokka mikið lengur áfram. Óttinn er sá að hægt og bítandi verði skilin milli stjórnarflokkanna óskýrari og að kjósendur eigi „æ örðugara með

...