Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir raunhæft að beint flug frá Kína til Íslands verði orðið að veruleika innan þriggja til fimm ára.

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, greindi frá því á hádegisverðarfundi með Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu á dögunum að hann hefði fundað með Guðmundi Daða um málið. Jafnframt að fulltrúar Air China hefðu áhuga á flugi hingað.

„Við áttum góðan fund í sendiráðinu um daginn og erum að hefja samtalið við sendiráðið og aðra hagaðila í Kína um að reyna að koma á beinum tengingum milli Íslands og Kína. Fyrir heimsfaraldur var [kínverska flugfélagið] Juneyao Airlines búið að tilkynna um beint flug frá Shanghai til Íslands, með stuttri viðkomu í

...