Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir að beint flug frá Kína til Íslands muni verða mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf. „Nú erum við meðal annars að horfa til þeirra verðmæta sem beint flug til Kína getur skapað fyrir íslenskt atvinnulíf

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir að beint flug frá Kína til Íslands muni verða mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf.

„Nú erum við meðal annars að horfa til þeirra verðmæta sem beint flug til Kína getur skapað fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrst og fremst mun útflutningur frá Íslandi umbyltast með beinu flugi en jafnframt skapa betri tengingar og viðskiptatengsl. Þá greiðir beint flug fyrir innflutningi frá Kína.“

Guðmundur Daði hefur fundað um málið með He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, en raunhæft þykir að beina flugið verði að veruleika á næstu þremur til fimm árum. Jafnvel fyrr.

„Við förum á alþjóðlegar ráðstefnur og þar

...