Á sumardegi Ferðamenn frá Kína skoða sig um í Reykjavík.
Á sumardegi Ferðamenn frá Kína skoða sig um í Reykjavík. — Morgunblaðið/Eyþór

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, hefur vakið athygli á töfum við afgreiðslu vegabréfsáritana í sendiráði Íslands í Peking. Af því tilefni kannaði Morgunblaðið stöðu málsins hjá utanríkisráðuneytinu.

„Vegna mikillar eftirspurnar eftir vegabréfsáritunum í Kína var ákveðið að ráða fleiri áritanafulltrúa við sendiráð Íslands í Peking. Ráðningarferlið stendur enn yfir. Búist er við að núverandi afkastageta sendiráðsins muni rúmlega tvöfaldast með þessum ráðningum og biðtími styttast til muna,“ sagði í svari utanríkisráðuneytisins.

Einn mikilvægasti hópurinn

Árið 2019 komu hingað til lands um 114 þúsund ferðamenn frá Kína. Voru þá aðeins ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi fjölmennari hér á landi, að því er lesa má úr tölum Ferðamálastofu. Miðað er við brottfarir

...