Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, fundaði í gær með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og lýsti því yfir að hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna væri nú á leiðinni til landsins, og að von væri á meiru á næstu dögum, á sama tíma og Rússar reyna að sækja fram í austur- og norðausturhéruðum Úkraínu.

„Við vitum að þetta er erfiður tími, en aðstoðin er nú á leiðinni. Sumt hefur þegar borist og meira mun berast,“ sagði Blinken við Selenskí. Þá sagði hann að þau hergögn sem Bandaríkin væru að senda nú myndu skipta sköpum við að halda aftur af sóknaraðgerðum Rússa.

Þá sagði Blinken í sérstöku ávarpi að Bandaríkjamenn myndu standa við hlið Úkraínumanna þar til öryggi og fullveldi þeirra væri tryggt, sem og frelsi

...