Systkinin voru 16 og hún er ein eftir. Enn á góðu róli, verður varla misdægurt og hugurinn er skýr. „Vissulega fylgir því sérstök tilfinning að lifa öll systkini sín, en ég nálgast slíkt án mikillar tilfinningasemi,“ segir Aðalheiður Ólafsdóttir á Selfossi, 93 ára
Hópurinn Hjónin Margrét Steinsdóttir og Ólafur Sveinn Sveinsson með börnum sínum um 1960. Aðalheiður er fimmta frá hægri í efri röðinni.
Hópurinn Hjónin Margrét Steinsdóttir og Ólafur Sveinn Sveinsson með börnum sínum um 1960. Aðalheiður er fimmta frá hægri í efri röðinni.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Systkinin voru 16 og hún er ein eftir. Enn á góðu róli, verður varla misdægurt og hugurinn er skýr. „Vissulega fylgir því sérstök tilfinning að lifa öll systkini sín, en ég nálgast slíkt án mikillar tilfinningasemi,“ segir Aðalheiður Ólafsdóttir á Selfossi, 93 ára. Þar í bæ hefur hún lifað og starfað í meira en 70 ár og gangurinn til þess var svipaður og hjá mörgum öðrum. Ungt fólk úr sveitunum á Suðurlandi paraði sig saman, stofnaði fjölskyldur, fluttist á Selfoss, byggði sér hús, eignaðist börn og draumar urðu að veruleika.

Aðalheiður er frá Syðra-Velli í Flóanum á Suðurlandi. Fædd 4. september 1930, dóttir hjónanna Ólafs Sveins Sveinssonar og Margrétar Steinsdóttur. Elsta barn þeirra var fætt 1914 og hið yngsta 20 árum síðar. Þetta voru tíu strákar og

...