Haukur Sævar Halldórsson fæddist 21. mars 1952 í Kópavogi. Hann lést að heimili sínu í Kópavogi 5. maí 2024.

Haukur var sonur hjónanna Halldórs Dagbjartssonar og Áróru Hallgrímsdóttur, þau eru bæði látin. Haukur á tvær systur, Rósu Halldórsdóttur, sem er látin, og Stellu Björk Halldórsdóttur. Einnig átti hann tvö hálfsystkini, Eyjólf Halldórsson og Jóhönnu Halldórsdóttur, en þau eru látin.

Haukur giftist konu sinni Ástu Guðfinnu Kristinsdóttur 29.12. 1984 og bjuggu þau síðustu árin í Kópavogi.

Stjúpbörn Hauks eru 1) Smári Úlfarsson, f. 1963, giftur Þórunni Gunnsteinsdóttur, f. 1961. Þeirra börn eru Gunnsteinn, Katrín, Hákon og Aron. Barnabörn þeirra eru fjögur. 2) Rósmarý Andersen Úlfarsdóttir, f. 1965, gift Valdimar Andersen Arnþórssyni, f. 1961. Börn þeirra eru Frímann, Tanja og Nói.

...