Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar pistil um útlendingamál á mbl.is og segir Íslendinga hafa kosið að læra ekkert af reynslu nágranna okkar í þeim málaflokki og kvartar undan hringlandahætti. Hann segir að nú óttist fólk helst einhvers konar innri ógnir og spyr hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við því. Svo nefnir hann að sumir sem hingað hafi komið hafi jákvæð áhrif og samlagist þjóðfélaginu vel en ekki sé sjálfgefið að svo sé. Ríkulegt velferðarkerfi hér sé vandi í þessu samhengi, „eins öfugsnúið og það er“, skrifar hann.

Þá bendir hann á að Danir hafi uppgötvað þetta fyrir nokkrum árum þegar þeir gjörbreyttu stefnu sinni í málaflokknum. „Þá rann upp fyrir þeim að nálgun þeirra hafði búið til framandi þjóðfélög inni í þeirra eigin samfélagi. Gettó-væðingin sýndi að engin aðlögun hafði átt sér stað og nýir íbúar í landinu voru fyrst og fremst þiggjendur á

...