Hátt í 200 manns sóttu forsetafund Morgunblaðsins með Baldri Þórhallssyni á Hótel Selfossi í gærkvöldi og sköpuðust líflegar umræður um ýmis mál. Á meðal þess sem rætt var um var Icesave, en Baldur var sérstaklega inntur eftir svörum um það hvernig…
Forsetaframboð Baldur Þórhallsson er í toppbaráttunni í komandi forsetakosningum samkvæmt könnunum.
Forsetaframboð Baldur Þórhallsson er í toppbaráttunni í komandi forsetakosningum samkvæmt könnunum. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Sviðsljós

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Hátt í 200 manns sóttu forsetafund Morgunblaðsins með Baldri Þórhallssyni á Hótel Selfossi í gærkvöldi og sköpuðust líflegar umræður um ýmis mál. Á meðal þess sem rætt var um var Icesave, en Baldur var sérstaklega inntur eftir svörum um það hvernig hann myndi ekki eftir því hvað hann kaus í þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave, eins og hann upplýsti í Spursmálum undir lok síðasta mánaðar.

„Ég er einfaldlega of heiðarlegur í þessari kosningabaráttu til þess að segja ósatt þótt það hagnist mér pólitískt,“ sagði Baldur meðal annars og bætti við seinna:

„Ég var mjög óviss um þetta – hvort ég ætti að greiða með eða skila auðu – fram á

...