Við getum ekki stjórnað framtíðinni en við getum stjórnað með hliðsjón af augljósum staðreyndum. Fjárfesting í mannauði, nýsköpun og þekkingu skilar sér í auknum hagvexti til framtíðar. Það er ágætt að rifja þetta upp af því tilefni að þessa vikuna…
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Við getum ekki stjórnað framtíðinni en við getum stjórnað með hliðsjón af augljósum staðreyndum. Fjárfesting í mannauði, nýsköpun og þekkingu skilar sér í auknum hagvexti til framtíðar. Það er ágætt að rifja þetta upp af því tilefni að þessa vikuna fer fram Nýsköpunarvika Íslands – Iceland Innovation Week.

Nýsköpunarvikan er hátíð sem leiðir meðal annars saman sprotafyrirtæki, frumkvöðla og íslenska og erlenda fjárfesta. Vekur athygli á nýjum og spennandi lausnum og stórum áskorunum. Markmiðið að auka sýnileika og aðgengi að nýsköpun þvert á atvinnugreinar og fyrirtæki.

Nýsköpunarvikan er líka mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna. Kerfin sem við vinnum í eru mannanna verk. Við megum ekki missa sjónar á því að umhverfið sem við sköpum skiptir fólk máli, meðal annars frumkvöðla með stórar hugmyndir. Það skiptir Ísland máli

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir