Nýbygging Rúmgóð hlaða fyrir fóður og hey sem áður var geymt utandyra.
Nýbygging Rúmgóð hlaða fyrir fóður og hey sem áður var geymt utandyra. — Morgunblaðið/Kristján H.

Ný bygging rís þessa dagana í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal.

Að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra dýraþjónustu Reykjavíkur, er um að ræða hlöðu til að geyma fóður, hey og ýmislegt annað sem áður var geymt utandyra.

Á þessum stað stóð áður annað hús, svonefnt Hafrafell, en það var rifið fyrir sex árum. Þorkell segir hlöðuna hagkvæma í byggingu, hún muni einnig nýtast vel til að geyma dýrafóðrið. Spurður hvort gert sé ráð fyrir frekari framkvæmdum á næstunni kveður Þorkell nei við. Sumarið verði þó nýtt í almennt viðhald, einkum girðingarvinnu.

Selalaug frestað

Framkvæmdir við nýja selalaug hófust fyrir tveimur árum en þær hafa hins vegar verið settar á ís. Óvíst er með

...